Heiladans 14

heiladans14

 

heiladans-120614

Bistro Boy playing from his new album "Sólheimar" along with some great talents on June 14th 2012 at Hemmi and Valdi.

From Möller Records on facebook:

 

Heiladans 14

Eftir örstutt stopp á 22 hefur Möllan snúið aftur heim í kofann sinn ♥ Heima er best.

Þá er komið að Heiladans 14. Kvöldið verður útgáfuteiti fyrir Bistro Boy, en hann gaf út skífuna Sólheimar fyrir stuttu.

Kl. 21.45 - 22.30 - Tranquil.

Kvöldið byrjar á djúpum bassalínum og bumbu & bassa frá strákunum í Tranquil, en þessi hljómsveit er nýlega komin saman og var sett á laggirnar í göngunum undir Stekkjabakka við Mjódd. Þremenningarnir í þessu dubstep/drum & bass akti fóru nýverið í heimsókn til strákana í breakbeat.is á Xinu og léku fyrir þá tónlist ofl. Hægt er að kynna sér meira um þetta band á Hljóðskýinu þeirra : http://soundcloud.com/
tranquilmusic-1

Kl. 22.35 - 23.20 - 7oi.

"Sjói", eða Jói eins og hann er oftast kallaður, er nýkominn heim úr tónleikaferðalagi í Póllandi og er með fulla tösku af óhreinum fötum, bláum anda og elektróniskum ferðatónum, sem hann ætlar að kynna fyrir gestum Heiladans. 7oi, þessi snarklikkaði Ísfirðingur, hefur verið lengi að og gefið út heilan helling af tónlist (ath. http://www.sevenoi.com/) og var m.a. hluti af "Made In Iceland V" safnskífunni frá IMX (http://www.icelandmusic.is/music/made-in-iceland/made-in-iceland-5).


Kl. 23.25 - 00.10 - Bistro Boy.

Frosti Jónsson, bþs. Bistro Boy, hefur verið að gera tónlist í mörg ár, en var nú loksins að koma út úr skápnum með sitt fyrsta verk sem nefnist Sólheimar. Skífan er í raun persónulegt ferðalag listamannsins sem lýsir sér best í setningunni “tónlist án landamæra” og inniheldur sex sveimkennd heiladansverk. Það verður fögnuður í Sólheimum þetta kvöldið.
Sólheimar fæst á vefsvæði Möller Records : http://www.mollerrecords.com/

Kl. 00.15 - 01.00 - HaZaR.

Arnar Helgi, sem snýr tökkum og kveikir bál undir nafninu HaZaR, er um þessar mundir einn afkastamikli tónlistarmaður Íslands og ber ábyrgð á tónlistinni í síðustu tveimur kynningarmyndböndum fyrir tölvuleikjarisann CCP. HaZaR er okkar færasti tónsmiður í Dub Step tónlist, eða "Töffstep" eins og aðdáendur kappans kalla stefnuna hans, og er einnig þekktur fyrir magnaða sviðsframkomu. Kvöldið endar á HaZaR! Hægt er að kynna sér verk og versla tónlist á : http://hazar.bandcamp.com/

Við biðjum fólk á að mæta tímanlega og fá sér einn kaldan á barnum, eða rjúkandi heitt Hemma & Valda kaffi.

Sjáumst hress og kát í sumarskapi með Möller Records, Óla Geir og Hemma & Valda.

- Möller Records.